Friday, September 2, 2011

Skólinn byrjaður

Skólinn er risastór! Sem betur fer eru allir tímarnir mínir á sömu hæð, annars myndi ég alveg öugglega ekki ná að komast í tímana án þess að vera of sein. Við megum ekki vera með bakpoka þannig maður þarf alltaf að koma við í skápnum sínum milli tíma og ná í bækurnar fyrir þann tíma. Ekkert smá pirrandi! En það skýrir allavega afhverju maður sér alltaf krakkanna í bíómyndunum halda á öllum bókunum sínum milli tíma. Held það sé svo að krakkarnir geti ekki falið dóp eða vopn í töskunum sínum. Fyrir tveimur árum þurftu allir að vera með glæra tösku eða tösku með mörgum litlum götum svo að kennararnir gætu séð hvað væri í töskunni en núna eru það bara skáparnir og engar töskur leyfðar.

Fyrir utan það er allt búið að ganga mjög vel. Stundaskráin mín er frábær. Hef aldrei verið með jafn mikið af skemmtilegum fögum áður. Engin stærðfræði eða eðlisfræði tími að menga daginn. Það þarf reyndar kannski að breytast. Ég var að tala við Töru í gær og hún mælti með því að ég tæki SAT prófin á meðan ég væri hérna til að halda möguleikanum opnum ef ég vil fara í háskóla hérna síðar meir. Það er prófað í ensku, stærðfræði og svo þarf maður að skrifa ritgerð held ég. Þetta er eitt stórt próf sem er tekið á einum degi. Þannig ef ég ákveð að gera það þarf ég örugglega að taka stærðfræði tíma. Ég þarf að tala við námsráðgjafann þegar ég fer á skólann á þriðjudaginn og spurja hvað sé sniðugast að gera.

Skólaárinu er skipt í fjórar annir. Stundaskráin mín fyrir fyrstu önnina lýtur svona út:
Photography annan hvern dag of svo Study Hall á móti.
Latin 1
Foods for Life (eiginlega eins og heimilisfræði nema með meiri áherslu á næringafræði og hollan mat)
Intro to Business

Hver tími er 90 mín og ég fer í sömu tímana á hverjum degi.

Latínan á að hjálpa mjög mikið við að læra enskuna. Margir af krökkunum eru að taka latínuna upp á að fá betri einkunn í SAT prófinu. Enskan er mjög mikið byggð á latínu þannig ef þú kannt latínuna geturu oft séð merkinguna á ensku orðunum sem eru byggð á latínunni. Hjálpar líka upp á að læra stafsetninguna.

Fyrstu tvo dagana byrjuðum við skóladaginn á því að fara í heimastofuna okkar. Það er svo bara á mánudögum sem við forum þangað venjulega. Það er eiginlega bara svona frír tími ef þú þarft að tala við einhvern kennara, fá extra hjálp eða eitthvað sem þú hefur ekki tíma til að gera annars. Það er mjög hröð dagskrá alltaf. Þú hefur 6 mín milli tíma til að fara í skápinn þinn og koma þér í næsta tíma. Svo eru ca. 10 mín eftir skóla þangað til skólabílinn fer þannig ekki beint hægt að gera neitt þá. En já það var allavega ágætt að byrja þar fyrstu tvo dagana. Ég kynntist Amber, sem ég hef svo alltaf verið með í matnum. Þvílíkur léttir að þurfa ekki að vandræðalega troða mér með einhverjum! Haha :D Maturinn er þrí skiptur. Lunch A, B og C. Við vorum báðar í C matnum. Gott að ég er í Foods for Life í tímanum fyrir matinn, ég er alltaf orðin ógeðslega svöng þegar það kemur að matnum! Við eldum þrisvar í viku :)

Ég fór í gær með Julie (stelpu sem ég hitti í matnum) á SAVE fund. SAVE er svona “environmental club” og víst mjög vinsæll. Það var mjög gaman. Hitti fleira fólk og kynntist Julie aðeins betur. Klúbburinn er síðan með útilegu ferð eftir þrjár vikur sem við erum að pæla að skella okkur í.

Umm hvað fleira…
Skólarútan mín er alltaf troðin! En þetta er nú samt varla meira en 10 mínútna ferð svo það gæti verið verra. Flestir eru bara að hlusta á ipod eða spjalla. Ég kynntist þremur senior stelpum á stoppustöðinni minni sem er frábært því þær lifa allar í næstu götu þannig ekkert mál að hitta þær eftir skóla.  


Við sluppum mjög vel út úr fellibylnum Irene. Fengum bara rok og rigningu eins og það gerist best á Íslandi. Hýstum samt vinkonu Töru í eina nótt, Liz, af því að hún býr á ströndinni í New Jersey og bærinn hennar þurfti að yfirgefa svæðið.

Það er Labor Day helgi þannig ég er í fríi í dag og á mánudaginn. Ekkert að kvarta yfir því :)