Tuesday, November 1, 2011

Halloween!!


Í gær var Halloween. Ég gisti hjá vinkonu minni Abby og við klæddum okkur í sjóræningjabúninga um morgunininn og fórum í skólann. Það var frekar fyndin reynsla; labba úr skólabílunum klædd eins og sjóræningji upp að skólanum, enginn í bílnum sem við komum í klædd í búninga og svo kemur Maggie úr öðrum bíl, hlæjandi eins og brjálæðingur þegar hún sér okkur (áður en hún skammaði hún okkur fyrir að hafa ekki klætt hana í sjóræningjabúning líka!). Það var alveg ágætur fjöldi í búningum en alls ekki meirihlutinn. Mest seniors held ég.

Það var mjög áhugavert að sitja í gegnum 90 mínútna tímana í corsetti og þessum svaka sjóræningjabúning sem ég fékk lánaðan frá Abby. Mamma hennar rekur búð sem er með allskonar vörur frá “colonial” tímabilinu og fötin voru frá henni. Ekkert grín að vera klædd í corset yfir heilan dag og kvöld! Mig verkjar ennþá fyrir neðan rifbeinin á mér þar sem það skarst inn! En þetta var frábær búningur þannig maður lætur sig nú hafa það yfir einn dag! Ég veit samt ekki hvernig konurnar frá þessu tímabili fóru að því að klæðast þessu daglega! Respect..  

Ég var í skólanum til 6 vegna leikritisins, fljótur kvöldmatur og svo aftur út með stelpunum að trick or treating! Frekar kalt og við á mörkunum á því að vera of gamlar, en það var mjög gaman.  
Abby, ég og Katie


Um daginn skárum við fjölskyldan grasker! Það var ekkert smá gaman. Vorum með þetta risa grasker upp á eldhúsborðinu og Carter að ganga í kringum það með hendina á stylknum eins og jólatré. Hann er nú meira krúttið. Við skemmtum okkur mjög vel við að fíflast með graskerið, endurlékum meðal annars vel elskað atriði úr Friends þar sem Joey festir thanksgiving kalkúninn á hausnum á sér. Ég fékk heiðurinn af því að hanna hvernig andlitið átti að líta út. Bill skar út munninn og svo skar ég út annað augað, bjóst við því að hnífurinn myndi renna í gegn eins og ekkert væri eftir hversu auðvelt Bill lét þetta líta út fyrir að vera, en já ég er greinilega ekki alveg með sömu vöðvana… það gekk nú samt alveg en ég leyfði Bill að klára dæmið haha :)


Pumpkin head!

Meistaraverkið okkar (:

Ég fann sæng!! Get ekki lýst því hversu ánægð ég var þegar ég kom auga á hana þegar ég var thrift shopping með vinkonum mínum (búðir eins og rauði krossinn). Það var nú meira vesenið að þvo hana samt! Ég var of ánægð með að hafa loksins möguleika á almennilegri sæng (sérstaklega þar sem það er farið að kólna verulega! Mamma: bestu kaup í vikunni áður en ég fór var lopapeysan, hefur komið sér vel að notum!) að ég ákvað að drífa bara í því að þvo hana þegar ég kom heim. 
Ekkert smá stór byrjenda mistök… þú þværð ekkert king size sæng í venjulegri þvottavél, fer alltof mikið fyrir henni. Samt virtist hún akkurat sleppa þegar ég prufaði að koma sænginni fyrir í þvottavélinni áður en ég setti hana í gang, gerði ekki ráð fyrir því að hún myndi blása aðeins upp á við eftir að vatn kom í staðin fyrir loftið í sænginni, eða að þvottavélin myndi ekki ná að ráða við að snúa henni þegar þetta var svona tæpt… Svoooo auðvitað panikaði ég þegar ég opnaði vélina til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega allt í lagi (gamaldags þvottavél með opið að ofan) þegar ég sá að sængin var alls ekkert að snúast og ég hélt að ég myndi eyðileggja þvottavélina með því að reyna að þvo þetta í henni. Þannig ég stoppaði vélina og reyndi að ná sænginni úr vélinni. Hugsaði það heldur alls ekki til enda… Sæng full af vatni er ekkert smá þung!! Ég var þarna að bifast við að koma sænginni í vaskinn hliðiná þvottavélinni og ætlaði bara að reyna að þvo hana í höndunum. Mistök nr.2: það hefði verið sniðugt að þrífa vaskinn áður en ég setti sængina í hann. Þegar ég loksins kom sænginni í vaskinn og komst að því að hann var að gera illt verra panikaði ég enn frekar og fékk þá brilliant hugmynd að setja sængina í ruslapoka og fara með hana upp í baðkarið og þrífa hana þar. Again: sæng full af vatni er asskoti þung!! Þetta kvöld var bara fullt af slæmum hugmyndum… en juju ég kom sænginni loksins í baðkarið og það gekk svona… misvel skal ég bara segja að þrífa hana (Aaaand again: respect! Jesus hvað ég finn mikið til með fólki sem þarf alltaf að þrífa þvottinn sinn svona!) en ég var alveg uppgefin, rennandi blaut sjálf og alveg búin að komast yfir það að hafa fundið þessa BLESSUÐU sæng þannig aftur í ruslapokann með hana og út á pall þar sem ég slengdi henna yfir handriðið og gafst upp.

Það hefði verið endirinn á þessari sögu ef Bill hefði ekki komið heim stuttu seinna og séð meistaraverkið mitt hangandi úti á palli. Hann var á þeirri skoðun að ég myndi líklega eyðileggja sængina ef ég myndi skilja hana eftir svona út á palli rennandi blauta yfir nóttina, þaaaannig að ég fór aftur í panic mode, en ekki hvað? Þetta var kvöld mental niðurbrota. Það vill svo til að það er “laundry mat” í bænum mínum og það vill svo til að ég á yndislegan vinkonu sem á ennþá yndislegri mömmu sem bjargaði málunum algjörlega! Ég hringdi í Maggie og spurði hvort hún væri til í að ganga með mér á þvottastöðina og athuga hvort við gætum reddað þessu klúðri mínu með almennilegum þvotti (það hefði verið æðislegt að vita að þessi þvottastöð væri í bænum áður en ég byrjaði vesenið en það er annað mál…). Þar sem ég átti við níðþunga sæng að stríða fékk ég lánaðann strandvagninn hans Carters og labbaði til Maggie sem býr í næstu götu. Ég sá soldið eftir að hafa tekið vagninn með þegar ég var að ganga í gegnum húsasundið  sem er milli minnar götu og Maggie með vagninn í etirdragi - vagninn sem gaf frá sér meiri hljóð en ég hefði nokkurntíman getað ímyndað mér! Án djóks, Maggie heyrði í mér alla leiðina! Algjörlega það sem þú villt þegar þú labbar í gegnum sketchy húsasund að kvöldlagi…  Það hefur verið sjón að sjá mig, alveg að fara á taugum með sæng í poka og þvottaefni í tupperwear íláti í eftirdragi. En já Mrs. Wurst var svo yndisleg að keyra okkur þangað, aftur til að skella henna í þurkarann og svo enn aftur að ná í sængina! Ég var mjög ánægð að sjá hana aftur í sína rétta formi: fluffy and warm!

Samkvæmt Töru var þetta víst: "Such a teenage thing to do". Ekki beint mitt skýrasta augnablik, en maður verður að hlægja af svona hlutum eftir á! Ákvað að deila með ykkur þessari reynslu minni, vara ykkur við því að gera sömu mistök haha og segja ykkur að meta sængurnar ykkar!! Ég geri það svo sannarlega eftir allt þetta! 

Lesson learnt: don’t wash things you haven’t got any experience with without your host parents being home to stop you from doing stupid things! 

Það verður nú samt að segjast að þessi sæng hefur reynst mjöööög þægileg og algjör bjargvættur gegn kuldanum. Ég get ekki neitað því að ég sakna Íslands með vel hituðu húsunum sínum!

Að redda sængurveri er næst á dagskrá… 

Monday, October 24, 2011

Blaaaaa

Alltof langt síðan ég bloggaði síðast. Ég trúi varla að ég hafi verið hérna í tvo mánuði! Skólinn gengur mjög vel. Tímarnir eru ágætir og búin að kynnast slatta af fólki. Alltof langt frá því að ég bloggaði síðast til að fara yfir allt sem ég hef gert en ég ætla bara að segja frá því helsta sem ég hef gert seinustu vikurnar. Þið verðið að afsaka stafsetninguna, mig grunar að hún muni vera frekar léleg.

Á laugardaginn í síðustu viku (þegar ég byrjaði að skrifa þetta blogg stóð “í gær”, þetta blogg er ekkert að ganga neitt alltof vel hjá mér…) fór ég með þremur vinkonum mínum í draugahús. Það er slatti af þeim uppi núna og ég þurfti að prufa að fara allavega einu sinni! Röðin var ekkert smá löng samt, við þurftum að bíða í þrjá og hálfan klukkutíma eftir að komast inn! Við héldum að röðin endaði þar sem hún var í raun bara hálfnuð, mjög skemmtilegur glaðningur að sjá endalausa röð í viðbót þegar við héldum að hún væri að enda! Draugahúsið sjálft var reyndar ekkert það hræðilegt. Við byrjuðum og enduðum á “hey ride” sem mér fannst vera hræðilegast. Það var ferð í vagni dreginn af traktori í gegnum skóginn með grímuklæddum leikurum með keðjusagir, axir og aðra skemmtilega leikmuni að hoppa upp á veggina á vagninum (í nokkrum tilvikum að koma upp í vagninn) og hræða okkur. Þú situr meðfram opnu veggjunum þannig það er alveg frekar creepy þegar þeir birtast bara allt í einu fyrir aftan mann með keðjusög á fullu!
Við enduðum kvöldið á því að pabbi Katie fór með okkur á Wendy’s (svipað og McDonalds) og við fengum okkur ostborgara og franskar klukkan hálf eitt um morguninn þar sem við vorum allar glorhungraðar eftir öll öskrin.

Áður en við fórum í draugahúsið
Katie, Abby og Maggie

Á sunnudaginn eftir það fór ég thrift shopping með stelpunum á myndinni fyrir ofan og svo fórum við í asíska búð/markað sem seldi helling af asískum vörum. Fengum okkur sushi með ál og núðlur. Frekar áhugavert. Prufaði líka asískt bubble tea, eiginlega eins og smoothie með hlaupkenndum kúlum í botninum. Drykkurinn sjálfur var góður, en kúlurnar voru frekar sketchy... 

Í asísku búðinni, ekkert smá ferskur fiskur!

Þessi helgi var frekar róleg. Á föstudaginn var “night hike” með umhverfisklúbbnum sem ég er í. Ég hélt að það væri alvöru ganga, en svo kom í ljós þegar ég mætti á svæðið að þetta var fjáröflun. Leikir fyrir krakka, fjársjóðsleit og svo ganga í gegnum skóginn (lýst upp með kertum, ekkert smá kósý) með krökkum í klúbbnum sem settu fram leikrit og sögðu sjóræningjasögu á leiðinni í gegn. Það skýrði aðeins betur afhverju við áttum að mæta í sjóræningjabúningum. Veit ekki alveg hvernig þetta fór allt saman fram hjá mér… En þetta reddaðist allt og var bara gaman!  


Á laugardaginn fór ég um morguninn upp í skóla að byggja svið fyrir haust leikritið þar sem ég skráði mig í að vera í stage crew. Það gekk bara ágætlega, komum veggjunum upp og máluðum. Um fjögur fórum ég, Tara og Carter yfir til nágrannanna af því að þau voru að halda óvænt afmælisboð fyrir Miu, 16 ára fín stelpa sem kíkir stundum í heimsókn hjá okkur. Vinkonur mínar Abby og Maggie komu svo yfir til mín um kvöldið og við höfðum hryllingsmyndar sleepover. Hryllingsmyndin var reyndar mjög léleg og alls ekkert hræðileg, en það er samt bara ágætt því þá ásækir hún mig allavega ekkert næstu mánuðina eins og á til að gerast þegar ég horfi á hryllingsmyndir…. algjör wimp haha :)


Að mála vegginn

Sunnudagurinn var bara tjill. Eldaði egg og beikon í morgunmat. Beikonið var reyndar frekar miiikið crispy, ég kenni Carter um þar sem hann stal allri athyglinni með því að taka eggjabakkann úr ísskápnum og í sakleysi sínu hvolfa honum þannig að öll eggin splúndruðust á gólfið. Ekki hægt að áfellast mig fyrir að hafa gleymt beikoninu á eldavélinni í smástund…

Hellingur að gerast í þessari viku: Spirit week í skólanum, homecoming leikur á föstudaginn, homecoming dance á laugardaginn og svo er Halloween á mánudaginn þannig líklega eitthvað að gerast í kringum það líka.


Man ekki alveg hvenær þetta var, en allavega ég og Tara að velja grasker! :)

Ég skal reyna að blogga eitthvað á næstu tveim vikunum og segja hvernig það allt fór en það gengur eitthvað illa hjá mér að blogga þannig get ekki lofað neinu. :)

Friday, September 2, 2011

Skólinn byrjaður

Skólinn er risastór! Sem betur fer eru allir tímarnir mínir á sömu hæð, annars myndi ég alveg öugglega ekki ná að komast í tímana án þess að vera of sein. Við megum ekki vera með bakpoka þannig maður þarf alltaf að koma við í skápnum sínum milli tíma og ná í bækurnar fyrir þann tíma. Ekkert smá pirrandi! En það skýrir allavega afhverju maður sér alltaf krakkanna í bíómyndunum halda á öllum bókunum sínum milli tíma. Held það sé svo að krakkarnir geti ekki falið dóp eða vopn í töskunum sínum. Fyrir tveimur árum þurftu allir að vera með glæra tösku eða tösku með mörgum litlum götum svo að kennararnir gætu séð hvað væri í töskunni en núna eru það bara skáparnir og engar töskur leyfðar.

Fyrir utan það er allt búið að ganga mjög vel. Stundaskráin mín er frábær. Hef aldrei verið með jafn mikið af skemmtilegum fögum áður. Engin stærðfræði eða eðlisfræði tími að menga daginn. Það þarf reyndar kannski að breytast. Ég var að tala við Töru í gær og hún mælti með því að ég tæki SAT prófin á meðan ég væri hérna til að halda möguleikanum opnum ef ég vil fara í háskóla hérna síðar meir. Það er prófað í ensku, stærðfræði og svo þarf maður að skrifa ritgerð held ég. Þetta er eitt stórt próf sem er tekið á einum degi. Þannig ef ég ákveð að gera það þarf ég örugglega að taka stærðfræði tíma. Ég þarf að tala við námsráðgjafann þegar ég fer á skólann á þriðjudaginn og spurja hvað sé sniðugast að gera.

Skólaárinu er skipt í fjórar annir. Stundaskráin mín fyrir fyrstu önnina lýtur svona út:
Photography annan hvern dag of svo Study Hall á móti.
Latin 1
Foods for Life (eiginlega eins og heimilisfræði nema með meiri áherslu á næringafræði og hollan mat)
Intro to Business

Hver tími er 90 mín og ég fer í sömu tímana á hverjum degi.

Latínan á að hjálpa mjög mikið við að læra enskuna. Margir af krökkunum eru að taka latínuna upp á að fá betri einkunn í SAT prófinu. Enskan er mjög mikið byggð á latínu þannig ef þú kannt latínuna geturu oft séð merkinguna á ensku orðunum sem eru byggð á latínunni. Hjálpar líka upp á að læra stafsetninguna.

Fyrstu tvo dagana byrjuðum við skóladaginn á því að fara í heimastofuna okkar. Það er svo bara á mánudögum sem við forum þangað venjulega. Það er eiginlega bara svona frír tími ef þú þarft að tala við einhvern kennara, fá extra hjálp eða eitthvað sem þú hefur ekki tíma til að gera annars. Það er mjög hröð dagskrá alltaf. Þú hefur 6 mín milli tíma til að fara í skápinn þinn og koma þér í næsta tíma. Svo eru ca. 10 mín eftir skóla þangað til skólabílinn fer þannig ekki beint hægt að gera neitt þá. En já það var allavega ágætt að byrja þar fyrstu tvo dagana. Ég kynntist Amber, sem ég hef svo alltaf verið með í matnum. Þvílíkur léttir að þurfa ekki að vandræðalega troða mér með einhverjum! Haha :D Maturinn er þrí skiptur. Lunch A, B og C. Við vorum báðar í C matnum. Gott að ég er í Foods for Life í tímanum fyrir matinn, ég er alltaf orðin ógeðslega svöng þegar það kemur að matnum! Við eldum þrisvar í viku :)

Ég fór í gær með Julie (stelpu sem ég hitti í matnum) á SAVE fund. SAVE er svona “environmental club” og víst mjög vinsæll. Það var mjög gaman. Hitti fleira fólk og kynntist Julie aðeins betur. Klúbburinn er síðan með útilegu ferð eftir þrjár vikur sem við erum að pæla að skella okkur í.

Umm hvað fleira…
Skólarútan mín er alltaf troðin! En þetta er nú samt varla meira en 10 mínútna ferð svo það gæti verið verra. Flestir eru bara að hlusta á ipod eða spjalla. Ég kynntist þremur senior stelpum á stoppustöðinni minni sem er frábært því þær lifa allar í næstu götu þannig ekkert mál að hitta þær eftir skóla.  


Við sluppum mjög vel út úr fellibylnum Irene. Fengum bara rok og rigningu eins og það gerist best á Íslandi. Hýstum samt vinkonu Töru í eina nótt, Liz, af því að hún býr á ströndinni í New Jersey og bærinn hennar þurfti að yfirgefa svæðið.

Það er Labor Day helgi þannig ég er í fríi í dag og á mánudaginn. Ekkert að kvarta yfir því :)

Monday, August 22, 2011

Fyrsta vikan


Fyrsta vikan hér í Bandaríkjunum liðin. Það er svo margt búið að gerast á stuttum tíma. Ég trúi ekki að ef ég hefði ekki fengið þessa fjölskyldu þegar ég fékk hana væri ég ennþá heima.

Eftir að við lentum í New York þurftum við að fara á hótel rétt hjá flugvellinum og bíða þar eftir rútunum sem fóru með okkur á komunámskeiðin. Við vorum flest að fara á sitthvora staði þannig við fórum í rúturnar á mismunandi tímum og ég var svo heppin að þurfa að bíða til klukkan 7 á hótelinu (hinir íslendingarnir voru allir farnir klukkan 5). En það var allt í lagi, ég fann skiptinema frá Brasilíu og Þýskalandi til að drepa tímann með. Fékk svona smá tilfinningu fyrir því hvernig það hefði verið ef ég hefði valið land með tungumáli sem ég skildi ekki til að fara til. Þetta voru tveir þriggja manna hópar og þau töluðu mjög mikið bara sín á milli í sínu eigin tungumáli.

Komunámskeiðið var skárra, þá voru ekki eins margir frá sama landinu svo fólk neyddist til að tala meira á ensku. Þetta var bara einn dagur þar sem þau fóru yfir helstu atriðin sem við þurfum að hafa í huga meðan við erum hérna, reglur AFS o.s.fr. Lorah fjölskldan kom svo að sækja mig á föstudaginn. Þau keyrðu í gegnum Philadelphiu og sýndu mér aðalatriðin á leiðinni heim.

Tara og Bill voru með planaða vikuferð á ströndinni í New Jersey svo við fórum beint þangað á laugardeginum. Það var ágætt að fá smá tíma til að kynnast þeim án neins stress. Foreldrar Bills voru með okkur frá byrjun og svo komu foreldrar Töru seinna í vikunni og voru seinustu 2 dagana. Það er víst mjög algengt að öll fjölskyldan komi og kíki allavega eitthvað smá við þegar einhver leigir strandhús þar sem þau eru dýr og auðvitað eftirsóknarvert að vera á ströndinni. Það rigndi frekar mikið en það var bara ágætt. Það var samt alveg heitt, bara ekki alveg jafn mikil steik og það var á sóldögunum. Ég brann á öxlunum frekar snemma þannig það var ágætt að geta verið í stuttermabol eða þunnri peysu án þess að kafna.

Við komum heim á laugardaginn og þá kíktum við Tara í mallið sem er næst okkur, sem er með H&M og Forever21 og fleiri skemmtilegar búðir svo ég get ekki kvartað. Á sunnudaginn fór ég með þeim í kirkju, sem var allt í lagi. Þetta var óformlega týpan þar sem fólk syngur og klæðist gallabuxum… Svo fórum við í búð sem heitir Kohl til að finna bakpoka og annað sem Carter þurfti fyrir nýju daggæsluna sem hann er að fara í. Ég keypti líka hlaupaskó og eitt skópar fyrir veturinn.

Svo í dag fór ég með Töru að skrá mig í skólann. Konan í afgreiðslunni reyndi að setja mig í 11. bekk en ekki 12. (sem er senior árið) af því að það stóð á einhverju AFS skjali að ég myndi útskrifast úr Kvennó 2013 og hún hélt því fram að það þýddi að ég hefði bara lokið 10. bekk heima og þau “do not allow skipping grades”.  Skólakerfin eru samt ekki beint sambærileg þannig þetta var frekar kjánalegt en hún vissi það örugglega ekkert og ég held að við höfum alveg náð að útskýra stöðuna og samkvæmt aldri ætti ég að vera senior þannig ég held við höfum náð að redda þessu.

Ég hitti líka Julie, trúnaðarmanninn minn, í dag. Hún er semsagt persónan sem ég á að tala við ef það er eitthvað að eða ég hef einhverjar spurningar. 

Á morgun er ég svo að fara með Töru til Philadelphiu. Það tekur svona einn til einn og hálfan tíma að keyra þangað frá Telford (smábænum sem ég bý í). Hún er enskukennari og þarf að fara að velja hvaða skóla hún vill kenna í á næsta ári. Skólarnir í Philadelphiu eru víst frekar slæmir. Allavega almennings skólarnir. Krakkarnir sem fara í þá koma margir frá fátækum fjölskyldum þar sem menntun er bara ekki aðalmálið (því verra sem þú ert staddur fjárhagslega, því meira af ókeypis hlutum færðu frá ríkinu) þannig margir af krökkunum eru langt á eftir því viðmiði sem er fyrir þeirra aldur. Krakkarnir eru líka að koma með vopn í skólann þannig það er búið að setja upp málmleitar tæki eins og eru á flugvöllum í flesta skólanna. Einn sjálfboðaliðinn sem ég hitti á komunámskeiðinu býr í Philadelphiu og hún sagði að henni hafi langað að taka að sér skiptinema (það eiga ennþá hellingur af krökkum eftir að fá fjölskyldu) en hún hafi ekki mátt það af því að “people were getting shot” í sumum skólunum. Örugglega ekkert algengt en allavega voru skólarnir ekki dæmdir nógu öruggir fyrir skiptinema af AFS. Glöð að það sé allavega ekki vandamál í skólanum sem ég fer í…