Alltof langt síðan ég bloggaði síðast. Ég trúi varla að ég hafi verið hérna í tvo mánuði! Skólinn gengur mjög vel. Tímarnir eru ágætir og búin að kynnast slatta af fólki. Alltof langt frá því að ég bloggaði síðast til að fara yfir allt sem ég hef gert en ég ætla bara að segja frá því helsta sem ég hef gert seinustu vikurnar. Þið verðið að afsaka stafsetninguna, mig grunar að hún muni vera frekar léleg.
Á laugardaginn í síðustu viku (þegar ég byrjaði að skrifa þetta blogg stóð “í gær”, þetta blogg er ekkert að ganga neitt alltof vel hjá mér…) fór ég með þremur vinkonum mínum í draugahús. Það er slatti af þeim uppi núna og ég þurfti að prufa að fara allavega einu sinni! Röðin var ekkert smá löng samt, við þurftum að bíða í þrjá og hálfan klukkutíma eftir að komast inn! Við héldum að röðin endaði þar sem hún var í raun bara hálfnuð, mjög skemmtilegur glaðningur að sjá endalausa röð í viðbót þegar við héldum að hún væri að enda! Draugahúsið sjálft var reyndar ekkert það hræðilegt. Við byrjuðum og enduðum á “hey ride” sem mér fannst vera hræðilegast. Það var ferð í vagni dreginn af traktori í gegnum skóginn með grímuklæddum leikurum með keðjusagir, axir og aðra skemmtilega leikmuni að hoppa upp á veggina á vagninum (í nokkrum tilvikum að koma upp í vagninn) og hræða okkur. Þú situr meðfram opnu veggjunum þannig það er alveg frekar creepy þegar þeir birtast bara allt í einu fyrir aftan mann með keðjusög á fullu!
Við enduðum kvöldið á því að pabbi Katie fór með okkur á Wendy’s (svipað og McDonalds) og við fengum okkur ostborgara og franskar klukkan hálf eitt um morguninn þar sem við vorum allar glorhungraðar eftir öll öskrin.
Áður en við fórum í draugahúsið
Katie, Abby og Maggie
Á sunnudaginn eftir það fór ég thrift shopping með stelpunum á myndinni fyrir ofan og svo fórum við í asíska búð/markað sem seldi helling af asískum vörum. Fengum okkur sushi með ál og núðlur. Frekar áhugavert. Prufaði líka asískt bubble tea, eiginlega eins og smoothie með hlaupkenndum kúlum í botninum. Drykkurinn sjálfur var góður, en kúlurnar voru frekar sketchy...
Í asísku búðinni, ekkert smá ferskur fiskur!
Þessi helgi var frekar róleg. Á föstudaginn var “night hike” með umhverfisklúbbnum sem ég er í. Ég hélt að það væri alvöru ganga, en svo kom í ljós þegar ég mætti á svæðið að þetta var fjáröflun. Leikir fyrir krakka, fjársjóðsleit og svo ganga í gegnum skóginn (lýst upp með kertum, ekkert smá kósý) með krökkum í klúbbnum sem settu fram leikrit og sögðu sjóræningjasögu á leiðinni í gegn. Það skýrði aðeins betur afhverju við áttum að mæta í sjóræningjabúningum. Veit ekki alveg hvernig þetta fór allt saman fram hjá mér… En þetta reddaðist allt og var bara gaman!
Á laugardaginn fór ég um morguninn upp í skóla að byggja svið fyrir haust leikritið þar sem ég skráði mig í að vera í stage crew. Það gekk bara ágætlega, komum veggjunum upp og máluðum. Um fjögur fórum ég, Tara og Carter yfir til nágrannanna af því að þau voru að halda óvænt afmælisboð fyrir Miu, 16 ára fín stelpa sem kíkir stundum í heimsókn hjá okkur. Vinkonur mínar Abby og Maggie komu svo yfir til mín um kvöldið og við höfðum hryllingsmyndar sleepover. Hryllingsmyndin var reyndar mjög léleg og alls ekkert hræðileg, en það er samt bara ágætt því þá ásækir hún mig allavega ekkert næstu mánuðina eins og á til að gerast þegar ég horfi á hryllingsmyndir…. algjör wimp haha :)
Að mála vegginn
Sunnudagurinn var bara tjill. Eldaði egg og beikon í morgunmat. Beikonið var reyndar frekar miiikið crispy, ég kenni Carter um þar sem hann stal allri athyglinni með því að taka eggjabakkann úr ísskápnum og í sakleysi sínu hvolfa honum þannig að öll eggin splúndruðust á gólfið. Ekki hægt að áfellast mig fyrir að hafa gleymt beikoninu á eldavélinni í smástund…
Hellingur að gerast í þessari viku: Spirit week í skólanum, homecoming leikur á föstudaginn, homecoming dance á laugardaginn og svo er Halloween á mánudaginn þannig líklega eitthvað að gerast í kringum það líka.
Man ekki alveg hvenær þetta var, en allavega ég og Tara að velja grasker! :)
Ég skal reyna að blogga eitthvað á næstu tveim vikunum og segja hvernig það allt fór en það gengur eitthvað illa hjá mér að blogga þannig get ekki lofað neinu. :)
Gaman að lesa bloggið þitt Anna Kristín. Ég vona að allt haldi áfram að ganga svona vel :-)
ReplyDeleteAnna mikid var ad thu bloggadir!!!
ReplyDeleteGaman ad lesa og gott ad thad gengur vel hja ther:D
Heyri i ther fljotlega :D
Já það er ekkert smá erfitt að viðhalda þessu! haha Skil ekki hvernig þú ferð að því að blogga svona oft, ég gleymi þessu alltaf!
ReplyDelete