Tuesday, November 1, 2011

Halloween!!


Í gær var Halloween. Ég gisti hjá vinkonu minni Abby og við klæddum okkur í sjóræningjabúninga um morgunininn og fórum í skólann. Það var frekar fyndin reynsla; labba úr skólabílunum klædd eins og sjóræningji upp að skólanum, enginn í bílnum sem við komum í klædd í búninga og svo kemur Maggie úr öðrum bíl, hlæjandi eins og brjálæðingur þegar hún sér okkur (áður en hún skammaði hún okkur fyrir að hafa ekki klætt hana í sjóræningjabúning líka!). Það var alveg ágætur fjöldi í búningum en alls ekki meirihlutinn. Mest seniors held ég.

Það var mjög áhugavert að sitja í gegnum 90 mínútna tímana í corsetti og þessum svaka sjóræningjabúning sem ég fékk lánaðan frá Abby. Mamma hennar rekur búð sem er með allskonar vörur frá “colonial” tímabilinu og fötin voru frá henni. Ekkert grín að vera klædd í corset yfir heilan dag og kvöld! Mig verkjar ennþá fyrir neðan rifbeinin á mér þar sem það skarst inn! En þetta var frábær búningur þannig maður lætur sig nú hafa það yfir einn dag! Ég veit samt ekki hvernig konurnar frá þessu tímabili fóru að því að klæðast þessu daglega! Respect..  

Ég var í skólanum til 6 vegna leikritisins, fljótur kvöldmatur og svo aftur út með stelpunum að trick or treating! Frekar kalt og við á mörkunum á því að vera of gamlar, en það var mjög gaman.  
Abby, ég og Katie


Um daginn skárum við fjölskyldan grasker! Það var ekkert smá gaman. Vorum með þetta risa grasker upp á eldhúsborðinu og Carter að ganga í kringum það með hendina á stylknum eins og jólatré. Hann er nú meira krúttið. Við skemmtum okkur mjög vel við að fíflast með graskerið, endurlékum meðal annars vel elskað atriði úr Friends þar sem Joey festir thanksgiving kalkúninn á hausnum á sér. Ég fékk heiðurinn af því að hanna hvernig andlitið átti að líta út. Bill skar út munninn og svo skar ég út annað augað, bjóst við því að hnífurinn myndi renna í gegn eins og ekkert væri eftir hversu auðvelt Bill lét þetta líta út fyrir að vera, en já ég er greinilega ekki alveg með sömu vöðvana… það gekk nú samt alveg en ég leyfði Bill að klára dæmið haha :)


Pumpkin head!

Meistaraverkið okkar (:

Ég fann sæng!! Get ekki lýst því hversu ánægð ég var þegar ég kom auga á hana þegar ég var thrift shopping með vinkonum mínum (búðir eins og rauði krossinn). Það var nú meira vesenið að þvo hana samt! Ég var of ánægð með að hafa loksins möguleika á almennilegri sæng (sérstaklega þar sem það er farið að kólna verulega! Mamma: bestu kaup í vikunni áður en ég fór var lopapeysan, hefur komið sér vel að notum!) að ég ákvað að drífa bara í því að þvo hana þegar ég kom heim. 
Ekkert smá stór byrjenda mistök… þú þværð ekkert king size sæng í venjulegri þvottavél, fer alltof mikið fyrir henni. Samt virtist hún akkurat sleppa þegar ég prufaði að koma sænginni fyrir í þvottavélinni áður en ég setti hana í gang, gerði ekki ráð fyrir því að hún myndi blása aðeins upp á við eftir að vatn kom í staðin fyrir loftið í sænginni, eða að þvottavélin myndi ekki ná að ráða við að snúa henni þegar þetta var svona tæpt… Svoooo auðvitað panikaði ég þegar ég opnaði vélina til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega allt í lagi (gamaldags þvottavél með opið að ofan) þegar ég sá að sængin var alls ekkert að snúast og ég hélt að ég myndi eyðileggja þvottavélina með því að reyna að þvo þetta í henni. Þannig ég stoppaði vélina og reyndi að ná sænginni úr vélinni. Hugsaði það heldur alls ekki til enda… Sæng full af vatni er ekkert smá þung!! Ég var þarna að bifast við að koma sænginni í vaskinn hliðiná þvottavélinni og ætlaði bara að reyna að þvo hana í höndunum. Mistök nr.2: það hefði verið sniðugt að þrífa vaskinn áður en ég setti sængina í hann. Þegar ég loksins kom sænginni í vaskinn og komst að því að hann var að gera illt verra panikaði ég enn frekar og fékk þá brilliant hugmynd að setja sængina í ruslapoka og fara með hana upp í baðkarið og þrífa hana þar. Again: sæng full af vatni er asskoti þung!! Þetta kvöld var bara fullt af slæmum hugmyndum… en juju ég kom sænginni loksins í baðkarið og það gekk svona… misvel skal ég bara segja að þrífa hana (Aaaand again: respect! Jesus hvað ég finn mikið til með fólki sem þarf alltaf að þrífa þvottinn sinn svona!) en ég var alveg uppgefin, rennandi blaut sjálf og alveg búin að komast yfir það að hafa fundið þessa BLESSUÐU sæng þannig aftur í ruslapokann með hana og út á pall þar sem ég slengdi henna yfir handriðið og gafst upp.

Það hefði verið endirinn á þessari sögu ef Bill hefði ekki komið heim stuttu seinna og séð meistaraverkið mitt hangandi úti á palli. Hann var á þeirri skoðun að ég myndi líklega eyðileggja sængina ef ég myndi skilja hana eftir svona út á palli rennandi blauta yfir nóttina, þaaaannig að ég fór aftur í panic mode, en ekki hvað? Þetta var kvöld mental niðurbrota. Það vill svo til að það er “laundry mat” í bænum mínum og það vill svo til að ég á yndislegan vinkonu sem á ennþá yndislegri mömmu sem bjargaði málunum algjörlega! Ég hringdi í Maggie og spurði hvort hún væri til í að ganga með mér á þvottastöðina og athuga hvort við gætum reddað þessu klúðri mínu með almennilegum þvotti (það hefði verið æðislegt að vita að þessi þvottastöð væri í bænum áður en ég byrjaði vesenið en það er annað mál…). Þar sem ég átti við níðþunga sæng að stríða fékk ég lánaðann strandvagninn hans Carters og labbaði til Maggie sem býr í næstu götu. Ég sá soldið eftir að hafa tekið vagninn með þegar ég var að ganga í gegnum húsasundið  sem er milli minnar götu og Maggie með vagninn í etirdragi - vagninn sem gaf frá sér meiri hljóð en ég hefði nokkurntíman getað ímyndað mér! Án djóks, Maggie heyrði í mér alla leiðina! Algjörlega það sem þú villt þegar þú labbar í gegnum sketchy húsasund að kvöldlagi…  Það hefur verið sjón að sjá mig, alveg að fara á taugum með sæng í poka og þvottaefni í tupperwear íláti í eftirdragi. En já Mrs. Wurst var svo yndisleg að keyra okkur þangað, aftur til að skella henna í þurkarann og svo enn aftur að ná í sængina! Ég var mjög ánægð að sjá hana aftur í sína rétta formi: fluffy and warm!

Samkvæmt Töru var þetta víst: "Such a teenage thing to do". Ekki beint mitt skýrasta augnablik, en maður verður að hlægja af svona hlutum eftir á! Ákvað að deila með ykkur þessari reynslu minni, vara ykkur við því að gera sömu mistök haha og segja ykkur að meta sængurnar ykkar!! Ég geri það svo sannarlega eftir allt þetta! 

Lesson learnt: don’t wash things you haven’t got any experience with without your host parents being home to stop you from doing stupid things! 

Það verður nú samt að segjast að þessi sæng hefur reynst mjöööög þægileg og algjör bjargvættur gegn kuldanum. Ég get ekki neitað því að ég sakna Íslands með vel hituðu húsunum sínum!

Að redda sængurveri er næst á dagskrá… 

2 comments:

  1. Hæ sá bloggið þitt bara núna og það er mjög gaman að lesa frá þér... virðist vera mjög gaman þarna úti og hvað ég gæfi fyrir að upplifa alvöru halloween.. :D
    kv. Sædís Ósk

    ReplyDelete
  2. Alveg se eg thig fyrir mer ad vesenast med thessa saeng Anna min! Hahaha ;D

    ReplyDelete